Styðja við fjölmiðla

Endurgreiðslu á ritstjórnarkostnaði er forgangsmál að sögn ráðherra.
Endurgreiðslu á ritstjórnarkostnaði er forgangsmál að sögn ráðherra.

Samning frumvarps um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla er langt komin og er stefnt að því að kynna frumvarpsdrögin í Samráðsgáttinni í janúar, að sögn Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra.

Hún stefnir að því að leggja frumvarpið fram á Alþingi í vetur og að endurgreiðslur á hluta kostnaðar vegna framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni komi til framkvæmda á næsta ári.

„Það er mjög góður gangur í þessu hjá okkur,“ segir Lilja í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Hún sagði að stuðningur stjórnvalda á Norðurlöndum við fjölmiðla væri hafður til hliðsjónar við samningu frumvarpsins. Einnig hvaða skilyrði væru sett þar og hvernig þau ættu við íslenskar aðstæður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert