Andlát: Eyþór Þorláksson

Eyþór Þorláksson
Eyþór Þorláksson

Eyþór Þorláksson, gítarleikari, lést 14. desember sl. á öldrunarlækningadeild K-1 á Landakotsspítala, 88 ára að aldri.

Eyþór fæddist í Hafnarfirði 22. mars 1930, sonur hjónanna Maríu Jakobsdóttur og Þorláks Guðlaugssonar. Eyþór starfaði við tónlist alla starfsævina sem gítarleikari, útsetjari og kennari.

Fyrstu starfsárin lék hann í danshljómsveitum og var brautryðjandi í leik á rafmagnsgítar. 1953 og aftur 1958 fór hann til Spánar til náms í klassískum gítarleik, fyrstur Íslendinga og nam hjá þekktum kennara, Graciano Tarragó. Heimkominn árið 1961 hóf hann að kenna klassískan gítarleik og kenndi í áratugi fjölda nemenda. Hann dvaldi langdvölum á Spáni af og til alla ævi.

Eyþór útsetti mikið fyrir gítar og var frumkvöðull í nótnasetningu með tölvutækni. Eftir hann liggur á netinu fjöldi gítar-útsetninga öllum heiminum til afnota.

Eyþór lætur eftir sig tvo syni, Atla og Svein, og sambýliskonu til áratuga, Maríu Teresu Belles. Eyþór var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Eldey (Ellý) Vilhjálmsdóttir (1935–1995) en seinni kona hans var Sigurbjörg Sveinsdóttir (1941–1978).

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert