Skip Eimskips sigla framvegis undir færeyskum fána

Skip Eimskips sigla nú undir færeyskum fána.
Skip Eimskips sigla nú undir færeyskum fána. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Eimskip hefur skráð gámaskip félagsins, Goðafoss, Dettifoss, Lagarfoss og Selfoss, í Þórshöfn í Færeyjum. Eignarhald skipana hefur verið í Færeyjum og hagkvæmis sjónarmið ráða því að skipin eru nú skráð þar, samkvæmt upplýsingum Ólafs William Hand, upplýsingafulltrúa Eimskips.

Skipin voru áður skráð í St. John á eyjunni Antigua, en eignarhald þeirra er nú hjá Faroeship, dótturfyrirtæki Eimskips í Færeyjum. Íslenskar áhafnir eru á skipunum fjórum. Aðspurður hvers vegna skipin eru ekki skráð á Íslandi segir Ólafur að löggjöfin á Íslandi sé ekki samkeppnishæf við löggjöfina í Færeyjum.

„Við erum að vinna á alþjóðlegum markaði og því skrá menn skipin þar sem skipaskráning er hagkvæmari. Eins og í Færeyjum.“ segir Ólafur, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert