Sautján ára stúdent

Dýrleif Birna Sveinsdóttir með foreldrum sínum, þeim Kristínu Guðbrandsdóttur og …
Dýrleif Birna Sveinsdóttir með foreldrum sínum, þeim Kristínu Guðbrandsdóttur og Sveini Helgasyni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Að ná stúdentsprófinu á fimm önnum er vissulega krefjandi, en allt snýst þetta um rétt hugarfar og gott skipulag. Ég sagði sjálfri mér að takmarkið væri raunhæft og vann samkvæmt því. Skólinn er líka skemmtilegur og námið var áhugavert,“ segir Dýrleif Birna Sveinsdóttir.

Hún brautskráðist frá Tækniskólanum, skóla atvinnulífsins, fáum dögum fyrir jól; fyrst nema af stúdentsbrautinni K2. Hún er jafnframt yngsti nemandinn í sögu Tækniskólans sem útskrifast með stúdentspróf.

Brautskráðir nemendur frá Tækniskólanum fyrir jól voru alls 262 og komu þeir úr alls 10 skólum og deildum. Þeir sem útskrifast af K2 eru með menntun sem tekur mið af aðgangskröfum í tækni-, verkfræði- og tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. Valgreinar nemenda og tengsl við atvinnulífið veita innsýn og færni á fjölbreyttara sviði en annars er í bóknámi.

Sjá viðtal við Dýrleif Birnu í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert