Jarðgöng í Hafnarfirði á listanum

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. mbl.is/​Hari

Jarðgöng í Hafnarfirði eru á lista yfir mögulega framkvæmdir sem yrðu fjármögnuð með veggjöldum. Þetta kemur fram í kynningarriti um veggjöld sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birti í síðustu viku.

Reykjanesbraut í Hafnarfirði yrði að hluta til sett í jarðgöng undir Setbergshamar, að því er kom fram í fréttum Stöðvar 2.

Þau yrðu um 1.400 metra löng og talið er að þau myndu kosta um tólf milljarða króna.

Hugmyndin gengur út á að leysa þá umferðarhnúta sem hafa myndast á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert