Halda til veiða á nýju ári

Gullver NS leggur af stað á miðin í dag.
Gullver NS leggur af stað á miðin í dag. Ljósmynd/Ómar Bogason

Skip Síldarvinnslunnar halda til veiða á nýju ári og leggur ísfisktogarinn Gullver NS frá Seyðisfjarðarhöfn í dag. Áformað er að Börkur NK haldi til loðnuleitar á föstudag, en Beitir NK og Bjarni Ólafsson AK liggja í Norðfjarðarhöfn. Bjarni Ólafsson gæti einnig tekið þátt í loðnuleit en Beitir mun bíða frétta, að því er fram kemur á vef útgerðarinnar.

Frystitogarinn Blængur NK liggur í Norðfjarðarhöfn og er verið að sinna viðhaldsverkefnum þar um borð. Ekki er gert ráð fyrir að Blængur haldi til veiða fyrr en í næstu viku.

Skip dótturfélags Síldarvinnslunnar, Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum, Vestmannaey VE og Bergey VE, munu ekki láta úr höfn fyrr en á föstudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert