Svara engu um tímasetningu endurkomu

Gunnar Bragi Sveinsson, Ágúst Ólafur Ágústsson og Bergþór Ólason.
Gunnar Bragi Sveinsson, Ágúst Ólafur Ágústsson og Bergþór Ólason. Samsett mynd

Ekki liggur fyrir hvenær þingmennirnir þrír sem tóku sér leyfi frá þingstörfum í lok síðasta árs snúa til baka á Alþingi.

Þeir Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, fóru í leyfi frá þingstörfum í kjölfar Klaustursmálsins, og Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, greindi frá því í byrjun desember að hann ætlaði í tveggja mánaða leyfi í kjölfar áminningar sem hann fékk frá trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar vegna kynferðislegrar áreitni í garð konu í miðbæ Reykjavíkur.

Bergþór Ólason sagði í samtali við mbl.is að hann væri enn í leyfi að líta til með sínum málum. „Ég er í rauninni ekkert farinn að gefa út um það. Ég held mig við það enn um sinn, maður er enn í leyfi til að líta til með sínum málum,“ segir Bergþór.

Ágúst Ólafur svaraði ekki mbl.is en Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að ekki væri búið að tímasetja endurkomu Ágústs. „Ágúst gaf þessa yfirlýsingu út fyrir jól,“ sagði Logi en vildi ekki gefa frekari svör um endurkomu hans. „Við eigum eftir að hittast og fara yfir þessi mál.“

Þá sagði Jón Pétursson, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, að Gunnar Bragi sé ekki búinn að taka ákvörðun um hvenær hann snúi til baka á Alþingi en Gunnar Bragi svaraði ekki símtali frá fréttastofu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert