Kallar Sigmund óheiðarlegan lýðskrumara

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ef ég næðist á upptöku að tala um Sigmund Davíð sem stjórnmálamann þá myndi ég kalla hann lýðskrumara, óheiðarlegan og orðið fáviti myndi örugglega læðast þar einhvers staðar inn,“ skrifar Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata á facebooksíðu sína í dag.

Þar vegur hann harðlega að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins og vísar til skrifa hans í Tímamót, sérblað Morgunblaðsins sem kom út á gamlársdag. Þar sagði Sigmundur Davíð meðal annars að þegar stjórnmálin snerust um ímynd frekar en málefni yrðu þau að leikhúsi þar sem allt snerist um persónusköpun.

„Meg­in­mark­miðið verður þá jafn­vel að koma höggi á per­sónu and­stæðings­ins frem­ur en að rök­ræða mál­efn­in,“ skrifaði Sigmundur Davíð í grein sinni, en Björn Leví segir Sigmund Davíð sjálfan vera einn helsta notanda þeirrar ræðutækni á Íslandi í dag.

Hann segir Sigmund Davíð sjálfan hafa sett upp leikhús varðandi leiðréttinguna og varðandi „baráttuna gegn vondu kröfuhöfunum þegar hann var sjálfur kröfuhafi“. 

Björn Leví fer um víðan völl í gagnrýni sinni um formann Miðflokksins og sakar hann um að skilja eftir sig „slóð ósanninda og þvælu í einhverri aumri nauðvörn gagnvart því augljósa“. Þá segir hann Sigmund Davíð og flokk hans ekki eiga neitt skylt við þá róttæku rökhyggju sem flokkurinn kennir sig við.

„Það eina róttæka við hana er að hún er gersamlega röklaus og gegnsýrð af rökvillum og þessum tilraunum til þess að koma „höggi“ á aðra sem hann gagnrýnir sjálfur,“ skrifar Björn Leví.

Færslu þingmannsins um starfsbróður sinn má lesa í heild hér að neðan.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert