Leggur ekki mat á saknæmi í braggamálinu

Álit borgarlögmanns um braggann var lagt fram í innkauparáði borgarinnar. …
Álit borgarlögmanns um braggann var lagt fram í innkauparáði borgarinnar. Þar kom fram að ekki hafi verið skylt að bjóða út framkvæmdir og því hafi lög ekki verið brotin. mbl.is/Arnþór Birkisson

Borgarlögmaður er ekki í aðstöðu til að leggja mat á það hvort saknæm háttsemi kunni að hafa átt sér stað í tengslum við braggamálið.

Fréttastofa RÚV hefur þetta eftir Ebbu Schram borgarlögmanni, en Vig­dís Hauks­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Miðflokks­ins, til­kynnti á borg­ar­ráðsfundi á föstudag að hún og Kol­brún Bald­urs­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Flokks fólks­ins, myndu sam­eig­in­lega leggja fram til­lögu til borg­ar­stjórn­ar um að skýrslu innri end­ur­skoðunar verði vísað til frek­ari rann­sókn­ar hjá héraðssak­sókn­ara.

Í svari Ebbu við fyrirspurn RÚV segir að engin athugun á því hvort saknæm háttsemi hafi átt sér stað hafi farið farið, né sé hún fyrirhuguð af hálfu borgarlögmanns.

Álit borgarlögmanns um málið var lagt fram í innkauparáði borgarinnar. Þar kom fram að ekki hafi verið skylt að bjóða út framkvæmdir og því hafi lög ekki verið brotin. Ekki hafi hins vegar verið farið eftir innkaupareglum borgarinnar við gerð samninga um framkvæmdina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert