Útgáfu bókar Jóns Baldvins frestað

Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin Hannibalsson. mbl.is/RAX

Útgáfu bókar með ræðum, ritum og greinum Jóns Baldvins Hannibalssonar, sem gefa átti út í tilefni áttræðisafmælis hans í febrúar, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Þetta staðfestir Steingrímur Steinþórsson hjá útgáfufélaginu Skruddu í samtali við mbl.is, en Eyjan greindi fyrst frá.

Steingrímur segir ákvörðunina hafa verið tekna vegna umfjöllunar um háttsemi Jóns Baldvins undanfarna daga. „Okkur þótt fráleitt að ætla að gefa þetta út núna,“ segir Steingrímur.

Fjórar konur stigu fram og sögðu frá áreitni og ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir af hendi Jóns Baldvins í umfjöllun Stundarinnar fyrir helgi. Fleiri sögur bættust við um helgina og Metoo-hópur fyrir þolendur var stofnaður samhliða umfjölluninni. Þar hafa enn fleiri konur stigið fram, ýmist undir nafni eða nafnlaust, og sagt sögur af Jóni Baldvini.

Hópurinn telur á fimmta hundrað félaga, sem ýmist hafa lent í Jóni Baldvini eða orðið vitni að áreiti og ofbeldi hans, auk aðstandenda og annarra sem vilja sýna stuðning.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert