Hnýtt í Bergþór og Gunnar Braga

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, við hlið Jóns Steindórs Valdimarssonar, þingmanns …
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, við hlið Jóns Steindórs Valdimarssonar, þingmanns Viðreisnar, á Alþingi í morgun. mbl.is/​Hari

Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar, þau Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, og Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, hófu ræður sínar undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi í dag með því að hnýta í þá Bergþór Ólason og Gunnar Braga Sveinsson, þingmenn Miðflokksins.

Þeir Bergþór og Gunnar Bragi tilkynntu samflokksmönnum sínum í morgun að þeir ætluðu að taka sæti á Alþingi á nýjan leik í dag eftir að hafa farið í launalaust leyfi í kjölfar þess að Klaustursmálið svokallað kom upp í nóvember.

„Ég verð að viðurkenna að það hefur aðeins sett mig úr jafnvægi að sjá Klaustursmenn sitja hér inni í þessum sal eins og ekkert hafi í skorist. En við verðum víst að halda áfram,“ sagði Halldóra og Jón Steindór sagði: „Mér þykir nú heldur skuggsýnt yfir þingsalnum í dag.“

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, á Alþingi í morgun.
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, á Alþingi í morgun. mbl.is/​Hari
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert