Grænmeti og kalkúnn á blótinu

Það er af sem áður var að fólk sæki í …
Það er af sem áður var að fólk sæki í trogið á þorrablótum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þorrinn gengur í garð í dag. Sífellt algengara verður að veitingamenn bjóði upp á annars konar veitingar en hefðbundinn þorramat á þorrablótum. Lambalæri þykir nær sjálfsagt og margir líta ekki við súrmat.

„Á þorrablótum þarftu að vera með eitthvað sem hentar fyrir grænmetisætur,“ segir Ísak Runólfsson, eigandi Veislunnar. Ísak sér um matinn á þorrablóti Seltirninga laugardaginn 2. febrúar og þar verður nóg í boði fyrir þá sem ekki kæra sig um þorramat. „Á blótinu hér á Nesinu verð ég með grænmetisrétt. Svo verð ég líka með kalkún og lambalæri. Lambið er orðið staðalbúnaður á þorrablótum,“ segir hann í umfjöllun um þorramatinn í Morgunblaðinu í dag.

Rúnar Gíslason, yfirmatreiðslumeistari og eigandi Kokkanna veisluþjónustu, kannast vel við þessa þróun. „Það eru alltaf ákveðnir hópar sem taka hrein þorrahlaðborð en það eru mjög margir sem vilja fá lambalæri með. Þá eru menn að reyna að halda í eitthvað þjóðlegt þó að það sé ekki þorramatur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert