Segir viðbrögð Sigmundar barnaleg

Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, segir sér líða illa yfir Klausturmálinu.
Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, segir sér líða illa yfir Klausturmálinu. mbl.is/Sigurður Bogi

Viðbrögð þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Gunnars Braga Sveinssonar, formanns og þingflokksformanns Miðflokksins við Klausturmálinu eru barnaleg. Þetta sagði Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og fyrrverandi samherji þeirra úr Framsóknarflokknum í þættinum Vikulokin á Rás 1 í morgun.

„Manni líður mjög illa yfir þessu öllu saman,“ sagði Sigrún, en kvaðst ekki vilja taka afstöðu til þess hvort að þeir ættu að láta af þingmennsku. „Ég vann mest með Sigmundi Davið og dáði hann fyrir margra hluta sakir. Þetta hefur bara verið erfiður tími. Mér finnst þeir of reiðir út í allt og alla.“

Hver og einn beri ábyrgð á sinni hegðun. „Mér finnst þetta kannski pínulítið barnalegt, viðbrögðin þeirra,“ bætti hún við. „Mér finnst að þeir eigi bara að taka sökina. Þetta var mjög alvarlegur atburður sem gerðist á þessum fræga bar,“ sagði Sigrún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert