Átta systkina skírn í Hallgrímskirkju

Séra Sigurður ávarpar systkinahópinn og föðurinn Stefan Soloviev.
Séra Sigurður ávarpar systkinahópinn og föðurinn Stefan Soloviev. Kristinn Magnússon

Gestir guðsþjónustu í Hallgrímskirkju í morgun ráku margir upp stór augu þegar átta barna systkinahópur gekk að skírnarfontinum við upphaf messu. Barnaskarinn samanstóð af fjórburum, tveimur tvíburum og tveimur einburum, en um er að ræða átta af ellefu börnum bandarísku hjónanna Stacey og Stefan Soloviev.

Hjónin heimsóttu Hallgrímskirkju fyrir um þrettán árum ásamt elsta syni þeirra, sem hafði þá glímt við heilsufarsvandræði. Umsnúningur átti sér hins vegar stað í lífi sonarins eftir að hann settist niður í kirkjunni og hjónin hafa alla tíð síðan talið Hallgrímskirkju vera heilagan stað. Þau ákváðu síðar að þegar fjórburar þeirra ættu sextán ára afmæli, þ.e. í dag, skyldu þau halda upp á það á Íslandi og biðja um skírn í Hallgrímskirkju.

Þetta segir sr. Sigurður Árni Þórðarson, sóknarprestur í Hallgrímskirkju, í samtali við mbl.is. Hann segir að Soloviev-fjölskyldan hafi komið til landsins á föstudag og hafi átt flug heim til New York seinna í dag. Spurður hvort hann telji fjölskylduna eiga eftir að heimsækja kirkjuna aftur svarar Sigurður því játandi og segir: „Þau eru búin að panta skírn fyrir yngstu börnin þrjú eftir fimm ár.“

Í hópi Soloviev-systkinanna sem skírð voru í dag voru fjórburar, …
Í hópi Soloviev-systkinanna sem skírð voru í dag voru fjórburar, tvíburar og tveir einburar. Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert