Skoðanir Klausturþingmanna ekki í lagi

Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, …
Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, í Silfrinu í morgun. Skjáskot/RÚV

Henry Alexander Henrysson, aðjúnkt við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, segir Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, hafa tapað trúverðugleika sínum.

Í Silfrinu í morgun segir hann ástæðurnar sem þeir gáfu fyrir endurkomu sinni, að þeir hafi enn trúverðugleika kjósenda sinna, eftirtektarverðar og þingmennirnir geti ekki leyft sér að hafa þær skoðanir sem komu fram í spjalli þeirra á Klausturbar.

„Ég held að þeir hafi tapað sínum trúverðugleika, að þeir verði dálítið eins og, ef þeir ætla að sitja inni á Alþingi, þá verða þeir eins og einhverjir rekaviðardrumbar sem svona skolast til þarna í öldurótinu núna næstu ár,“ sagði Henry í Silfrinu.

Henry sagði enn fremur það vera lykilatriði í umræðunni um Klausturatvikið að fullyrðingar Bergþórs um að tal þingmannanna hefði verið raus drukkins fólks, sem engan hefði sært fyrr en upptökurnar birtust, afsaki ekki hegðun þingmannanna. „Þetta er bara ekki í boði hvort sem þetta hafi farið út eða ekki.“

„Þetta skilningsleysi sem kemur svo í ljós í viðbrögðum þeirra. Það er það sem ég hef áhyggjur af í þessu, að þeir skuli ekki hafa gert sér grein fyrir því að við sögurnar og #metoo, að menn gái ekki að sér og noti ekki tækifærið til að breyta viðhorfum sínum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert