Undirbúa erindi til siðanefndar um gildissvið siðareglna

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/​Hari

Sérstakir varaforsetar Alþingis vegna Klausturmálsins ákváðu á fundi í Alþingi í gærmorgun að undirbúa erindi til siðanefndar Alþingis um gildissvið siðareglnanna.

Það segir Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VG, sem kosin var til þessa hlutverks ásamt Haraldi Benediktssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins.

Spurð hvort þetta sé undanfari þess að vísa máli sexmenninganna af Klausturbar til siðanefndarinnar segir Steinunn Þóra aðeins að ákvörðunin í gærmorgun sé það fyrsta sem þau geri og hún sé eina ákvörðunin sem tekin hafi verið.

Í Morgunblaðinu í dag segir hún mikilvægt að þegar niðurstaða siðanefndar liggur fyrir verði hún gerð opinber.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert