Strætó býður út kaup fimm vagna sem ganga fyrir vetni

Tveir vetnisvagnar voru teknir í notkun við hátíðlega athöfn við …
Tveir vetnisvagnar voru teknir í notkun við hátíðlega athöfn við Ráðhús Reykjavíkur á árinu 2003. Vandamál voru við reksturinn. mbl.is/Valgarður Gíslason

Strætó er að bjóða út kaup á fimm strætisvögnum sem ganga fyrir vetni. Þeir munu væntanlega verða teknir í notkun undir lok árs eða í byrjun þess næsta og leysa þá af hólmi elstu dísilbíla fyrirtækisins.

Strætó gerði tilraun með kaup og rekstur vetnisvagna fyrir áratug. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir að tæknin hafi þá verið frumstæð. Strætó hefur í samvinnu við Nýorku tekið þátt í verkefni ESB sem snýst um að vetnisvæða almenningssamgöngur. Jóhannes Rúnar segir að styrkir standi undir umframkostnaði. „Það er mikilvægt að hafa mælikvarða á hvað það kostar að reka vagna með mismunandi vistvænum orkugjöfum,“ segir Jóhannes.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Karen Halldórsdóttir, fulltrúi Kópavogs í stjórn Strætó, sat hjá við ákvörðun um útboð vetnisvagna, taldi vetnisverkefnið ekki tímabært. Hún minnti á að enn væri verið að vinna að könnun á kostum og göllum þess að reka 14 rafmagnsvagna sem keyptir voru sem umhverfisleg nýbreytni. Ýmsan lærdóm megi af því draga ásamt vangaveltum um innviðauppbyggingu til að nota vistvæna orkugjafa á allan flota Strætó.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert