Fékk rukkun fyrir ferð um göngin sem aldrei var farin

Vaðlaheiðargöng.
Vaðlaheiðargöng.

„Ég var frekar undrandi að sjá þetta og kannaðist ekki við að hafa verið þarna á ferðinni, eða bílar á mínum vegum,“ segir Anders Hansen á Leirubakka í Landsveit á Suðurlandi, sem rak augun í rukkun frá Vaðlaheiðargöngum í vikunni, þegar hann opnaði heimabanka sinn í tölvunni.

Anders hefur ekki farið norður í langan tíma, en til gamans má geta að frá Leirubakka að Vaðlaheiðargöngum eru tæpir 500 km landleiðina, ef ekið væri eftir þjóðveginum til Reykjavíkur og þaðan norður.

Anders hafði samband við þjónustuver Vaðlaheiðarganga í tölvupósti, með ósk um leiðréttingu, og fékk strax til baka afsökunarbeiðni og þá skýringu að búnaður tengdur við myndavélar í göngunum hefði lesið vitlaust á bílnúmer, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert