Útreikningar þrætuepli

Kjörum mótmælt á Austurvelli.
Kjörum mótmælt á Austurvelli. mbl.is/Ómar Óskarsson

Nokkra athygli hefur vakið að ágreiningur virðist vera milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins um hverjar launakröfur Eflingar eru í yfirstandandi kjaraviðræðum. Virðist skýringin vera falin í forsendum hlutfallsreikninga, meðal annars falin í því hvort taka skuli tillit til lágmarkstekjutryggingar í forsendum útreikninganna, eftir því sem Morgunblaðið kemst næst

Efling gerir kröfu um að lægstu laun fyrir dagvinnu verði hækkuð í 425 þúsund krónur á mánuði fyrir fullt starf. Lægsti taxti samkvæmt gildandi launatöflu er 266.735 krónur sem kallar á 158.265 króna hækkun taxta til þess að ná 425 þúsund krónum, sem samsvarar 59% hækkun líkt og Samtök atvinnulífsins hafa haldið fram.

Efling hefur fyrir sitt leyti haldið því fram að krafa þeirra sé að lægstu laun verði hækkuð úr 300 þúsund krónum í 425 þúsund sem kallar á 41% hækkun launa. Hins vegar taka þeir útreikningar mið af 300 þúsund króna lágmarkslaunatryggingu sem byggist ekki á dagvinnulaunum, heldur töxtum undir þeirri upphæð en með tilheyrandi álagsgreiðslum.

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur einu skýringu á því að hægt sé að fá mismunandi niðurstöðu við útreikning sömu launakröfu vera þá að launakröfurnar séu settar fram með óskýrum hætti, sem leiði til þess að sá sem hyggst leggja í útreikninga er tengjast umræddum kröfum verður að gefa sér einhverjar forsendur fyrir þeim útreikningum.

„Við höfum talað um að 425 þúsund séu lágmarkslaun og það séu grunnlaun,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. „Við berum það saman við 300 þúsund króna töluna, sem að vísu í dag er í formi lágmarkstekjutryggingar. Við hugsum þetta þannig að þetta sé hækkun lágmarkslauna úr 300 þúsund í 425 á þriggja ára tímabili,“ útskýrir hann í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert