Hefði mikil áhrif á allt samfélagið

Árni Friðriksson. Loðnu hefur verið leitað í margar vikur.
Árni Friðriksson. Loðnu hefur verið leitað í margar vikur. Eggert Jóhannesson

Lítið bættist við í loðnuleit fyrir norðan land og vestan í leiðangri sem lauk um helgina. Niðurstaðan veldur vonbrigðum, en framhald vöktunar verður rætt í samráðshópi Hafrannsóknastofnunar og útgerða uppsjávarskipa í dag.

Verði engar loðnuveiðar leyfðar í vetur myndi það hafa mikil áhrif á samfélagið í Vestmannaeyjum, en fyrirtæki þar ráða yfir um þriðjungi heimilda, að því er fram kemur í umfjöllun um feluleik loðnunnar í Morgunblaðinu í dag.

Miðað við tæplega 200 þúsund tonna kvóta og alls 17 milljarða í útflutningstekjur, eins og fyrir tveimur árum, áætlar Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri VSV, að í vasa launafólks á landinu hefðu runnið um 3,3 milljarðar og um 500 milljónir í lífeyrissjóði. Beinar tekjur ríkis og sveitarfélaga hefðu alls numið um 3,5 milljörðum og þá eru ótaldar verulegar óbeinar tekjur hins opinbera.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert