„Hverju eigum við að mótmæla og hvernig?“

Gunnar Smári Egilsson ávarpaði fundargesti.
Gunnar Smári Egilsson ávarpaði fundargesti. mbl.is/Árni Sæberg

Allt áhugafólk um mótmæli og réttlátt samfélag var hvatt til að koma og taka þátt í samtali, gefa sig fram til starfa og undirbúnings fyrir mótmæli næstu vikna. Þetta kom fram í viðburðarlýsingu á Facebook vegna Sósíalistakaffis í kvöld.

Fólk gæddi sér á vöfflum.
Fólk gæddi sér á vöfflum. mbl.is/Árni Sæberg

Hverju eigum við að mótmæla og hvernig? Hvert er hlutverk sósíalista í mótmælum og öðrum aðgerðum þar sem hin kúguðu rísa upp og krefjast úrbóta?“ var spurt í lýsingu viðburðarins.

Fulltrúar frá ýmsum grasrótarsamfélögum deildu reynslu sinni af mótmælum; Gulu vestin, Jæja, Endurreisn verkalýðshreyfingarinnar, Skiltakarlarnir, Aðgerðahópur háttvirtra öryrkja og aldraðra.

Enn fremur var farið yfir hádegismótmæli síðustu vikna og fleiri slík skipulögð. Hungurgangan í mars undirbúin og útifundur 8. mars þegar láglaunakonur leggja niður vinnu.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, lét sig ekki vanta.
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, lét sig ekki vanta. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert