Berklasmit staðfest hjá starfsmanni skóla

Berklasmit hefur verið staðfest í Klettaskóla.
Berklasmit hefur verið staðfest í Klettaskóla. mbl.is/Styrmir Kári

Allir starfsmenn og nemendur í Klettaskóla þurfa nú að gangast undir próf til þess að fá úr því skorið hvort þeir hafi smitast af berklum. Starfsmaður í skólanum greindist með berkla eftir að hafa leitað til læknis vegna veikinda.

Fyrst var greint frá málinu hjá RÚV. Árni Einarsson, skólastjóri Klettaskóla, staðfesti við mbl.is að starfsmaður hefði greinst með berkla. Hafði viðkomandi verið frá vinnu í nokkra daga vegna veikinda, leitað til læknis og þar hafði hið sanna komið í ljós.

Næstu skref séu að prófa starfsmenn og nemendur skólans og hvort þeir hafi smitast af veirunni.

„Efni er sprautað undir húðina og svo skoðað eftir nokkra daga hvort svörun kemur fram. Þó að það sé ekki skemmtilegt að fá svona fréttir, maður fær smá hroll, að þá skilst mér að hættan á smiti sé ekki mikil,“ sagði Árni við mbl.is.

Hann segir að í skólanum sé ekki nein aðgerðaáætlun hvað varðar smitsjúkdóma, enda mál af þessum toga óvenjuleg.

„Mér er talin trú um það að hættan á smiti sé ekki mjög mikil í þessu tilfelli,“ sagði Árni. Rannsóknir á starfsfólki og nemendum fari nú fram á skólatíma og eins og áður segir tekur nokkra daga að fá niðurstöður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert