Jörð skalf við Surtsey

Skjálftinn sem varð norðvestan Surtseyjar er stjörnumerktur á þessu korti.
Skjálftinn sem varð norðvestan Surtseyjar er stjörnumerktur á þessu korti. Ljósmynd/Skjáskot af vef Veðurstofunnar

Jarðskjálfti sem mældist 3,2 stig varð við Surtsey rétt fyrir klukkan eitt í dag. Var uppruni hans á um 10 kílómetra dýpi.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er þetta eini skjálftinn á svæðinu við Vestmannaeyjar síðastliðna tvo sólarhringa. Varð hann 30,6 kílómetra norðvestur af Surtsey.

„Engir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Engar tilkynningar hafa borist um að skjálftinn hafi fundist,“ segir í athugasemd jarðvísindamanns á Veðurstofunni.

Í gær mældust tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu, annar 4,1 stig en hinn 3,8 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert