Verkfall Eflingar dæmt lögmætt

Sólveig Jónsdóttir, formaður Eflingar, við dómsalinn í dag.
Sólveig Jónsdóttir, formaður Eflingar, við dómsalinn í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Fé­lags­dóm­ur hefur sýknað ASÍ af kröfum Samtaka atvinnulífsins um að boðun verkfalls Eflingar hafi verið ólögmæt. Einn dómari við félagsdóm, Guðni Haraldsson, skilaði inn sératkvæði og taldi verkfallið ólögmætt.

SA töldu at­kvæðagreiðslu Efl­ing­ar hafa verið and­stæða lög­um enda verði vinnu­stöðvun, sem ein­ung­is sé ætlað að ná til ákveðins hóps fé­lags­manna, ein­ung­is bor­in und­ir þá fé­lags­menn sem vinnu­stöðvun er ætlað að taka til.

Einnig er vísað til þess að at­kvæðagreiðsla Efl­ing­ar hafi ekki verið póst­atkvæðagreiðsla í skiln­ingi laga enda var at­kvæða að mestu aflað með kjör­fund­um fyr­ir utan ein­staka vinnustaði.

mbl.is/​Hari
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert