Stjórnarþingmenn vilja ekki tjá sig

Frá þingflokksfundi Vinstri grænna.
Frá þingflokksfundi Vinstri grænna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þingmenn stjórnarflokka á Alþingi hafa ekki gefið kost á viðtali vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá því í morgun varðandi skipun dómara í Landsrétt.

Mbl.is hefur verið á Alþingi í dag og reynt að ná tali af þingmönnum. Stjórnarliðar Vinstri grænna hafa neitað að tjá sig þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðamanns. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður, er stödd erlendis og það sama má segja um alla ráðherra flokksins.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er stödd í New York og mun ekki tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins í dag, að því er Fréttablaðið greinir frá. Katrín lendir hér á landi snemma í fyrramálið.

Þingflokkur Vinstri grænna mun funda á morgun klukkan 13. Búið var að ákveða fundinn áður en dómur Mannréttindadómstólsins var kveðinn upp í dag.

Mbl.is hefur reynt að ná tali af öðrum stjórnarþingmönnum, en án árangurs. Willum Þór Þórsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, vildi ekki veita viðtal. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er því eini stjórnarliðinn fyrir utan Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra, sem hefur gefið kost á viðtali. Þau ræddu við mbl.is fyrr í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert