Verkfall hefur áhrif á farþega strætó

Fyrirhugað verkfall bílstjóra strætó hefur meðal annars áhrif á akstursþjónustu …
Fyrirhugað verkfall bílstjóra strætó hefur meðal annars áhrif á akstursþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra. mbl.is/Eggert

Fyrirhugað verkfall stéttarfélagsins Eflingar hefur áhrif á farþega akstursþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra auk fjölmargra akstursleiða Strætó á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

22. mars munu félagsmenn Eflingar leggja niður störf í sólarhring, þ.e. frá klukkan 00:01 - 23:59. 

Hópbílar er einn stærsti verktakinn sem sinnir akstri fyrir Strætó á landsbyggðinni, þar eru hluti af starfsmönnum félagsmenn í Eflingu og því munu aðgerðirnar áhrif á stakar ferðir eftirtalinna leiða: 51, 52, 72, 73, 75 á Suðurlandi, 57 á Vestur- og Norðurlandi, 55 á Suðurnesjum. 

Verkfallsaðgerðirnar munu hafa áhrif á eftirfarandi akstursleiðir á höfuðborgarsvæðinu; 12, 14, 15, 16, 17, 21, 24, 28, 35 og 36. Einnig má gera ráð fyrir að verkfallsaðgerðir muni hafa einhver áhrif á stakar ferðir innan eftirfarandi leiða;  11, 13, 22, 23, 31, 33, 34, 43 og 44

Af þeim 90 bílstjórum sem sinna akstri akstursþjónustu fatlaðs fólk á höfuðborgarsvæðinu er um fjórðungur félagsmenn í Eflingu.

Strætó hvetur farþega til að fylgjast vel með tilkynningum á heimasíðu Strætó, appinu og samfélagsmiðlum

28. – 29. mars 2019 munu félagsmenn Eflingar leggja niður störf í 2 sólarhringa, þ.e. frá klukkan 00:01 - 23:59.

30. mars - 2. apríl 2019 munu félagsmenn í Eflingu ekki mæta til vinnu fyrr en klukkan 12:00 á hádegi.

3. – 5. apríl munu félagsmenn Eflingar leggja niður störf í 3 sólarhringa, þ.e. frá klukkan 00:01 - 23:59.

6. – 8.apríl munu félagsmenn í Eflingu ekki mæta til vinnu fyrr en klukkan 12:00 á hádegi. 

9. – 11. apríl munu félagsmenn Eflingar leggja niður störf í 3 sólarhringa, þ.e. frá klukkan 00:01 - 23:59

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert