Ekki allir sammála um afleiðingar dóms MDE

Dómsalir Landsréttar verða tómir að minnsta kosti fram að helgi. …
Dómsalir Landsréttar verða tómir að minnsta kosti fram að helgi. Ákveðið hefur verið að fresta öllum málum. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Mikil umræða hefur skapast um hvaða leiðir séu færar í framhaldinu af dómi Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) um skipan dómara til Landsréttar. Lögmenn sem Morgunblaðið hefur rætt við eru langt frá því að vera á einu máli, en flestir þeirra eru sammála um að talsverð óvissa ríki um hverjar afleiðingarnar verða eða eiga að vera.

Þeir sem telja að una beri niðurstöðu MDE segja spurningu vera um hvort skipa þurfi fjóra nýja dómara í stöður þeirra sem skipaðir voru í embætti með sama hætti og sú skipun sem dómur MDE fjallaði um. Þá er einnig spurning hvort þurfi að skipa alla fimmtán dómara Landsréttar á ný á grundvelli þess að MDE sagði í dómi sínum að skipun þeirra allra hefði ekki hlotið réttmæta þinglega meðferð.

Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, sagði í samtali við mbl.is í gær að unnið yrði fram að helgi til þess að greina stöðuna og taka ákvarðanir um framhaldið, en dómarar Landsréttar telja að dómur MDE nái til skipunar þeirra allra.

Samkvæmt 61. grein stjórnarskrár Íslands „verður [dómurum] ekki vikið úr embætti nema með dómi, og ekki verða þeir heldur fluttir í annað embætti á móti vilja þeirra“. Það er þó undanþága hvað þetta ákvæði varðar, en það nær til þess að verið sé að koma á nýrri skipun dómstóla, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert