Herjólfur tilbúinn og bíður afhendingar

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur á siglingu við Gdynia í Póllandi.
Vestmannaeyjaferjan Herjólfur á siglingu við Gdynia í Póllandi.

Nýja Vestmannaeyjaferjan Herjólfur er fullbúin og tilbúin til afhendingar ytra. Pólska skipasmíðastöðin hefur sent Vegagerðinni tilkynningu um það. Enn hefur ekki verið ákveðin dagsetning fyrir afhendingu.

Björgvin Ólafsson, framkvæmdastjóri BP Shipping Agency Ltd. sem er umboðsaðili Crist skipasmíðastöðvarinnar í Gdynia, segir að flokkunarfélag sé búið að taka út skipið. Fulltrúi Samgöngustofu sé væntanlegur um helgina til að taka út björgunarbúnað. Hann segir að með tilkynningu um að skipið sé tilbúið til afhendingar hafi fylgt upplýsingar um kostnað við aukaverk.

Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar er verið að ganga frá lokauppgjöri. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi upplýsir að uppgjörið sé nokkuð flókið vegna þess hvað smíðin hefur tafist og vegna aukaverka. Fulltrúar Vegagerðarinnar fari út til Póllands í næstu viku og þá sé reiknað með að hægt verði að ganga frá lokauppgjöri, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert