„Ég vil að þið grípið til aðgerða“

Greta Thunberg hefur farið víða um Evrópu og ávarpað mótmælafundi. …
Greta Thunberg hefur farið víða um Evrópu og ávarpað mótmælafundi. Hér er hún á fundi við ráðhúsið í Hamborg í Þýskalandi í byrjun mars. AFP

Ársfund Alþjóðaviðskiptaráðsins í Davos í Sviss í janúar sækja jafnan helstu frægðarmenn úr hópi forstjóra og stjórnmálaleiðtoga heimsins og ræða þar spaklega um efnahagsmál og peninga.

En á síðasta fundi nú í janúar féllu þeir í skuggann fyrir Gretu Thunberg, 16 ára gamalli sænskri skólastúlku, sem sat, klædd bleikum buxum og með fléttur í hárinu milli jakkafataklæddra karla uppi á sviði og þrumaði yfir salnum.

„Húsið okkar brennur. Ég vil ekki að þið séuð vongóð, ég vil að þið verðið skelfingu lostin. Og síðan vil ég að þið grípið til aðgerða,“ sagði Thunberg sem hefur vakið heimsathygli fyrir baráttu sína fyrir því, að brugðist verði án tafar við loftslagsbreytingum sem ógni framtíð jarðarbúa. Í vikunni tilnefndi hópur norska þingmanna Thunberg til friðarverðlauna Nóbels og einn þeirra, Freddy Andre Ovstegard, sagði að Thunberg hefði hrundið af stað fjöldahreyfingu, sem væri afar þýðingarmikið framlag til friðarmála. „Því ef við bregðumst ekki við loftslagsbreytingunum munu þær valda stríðum, átökum og flóttamannastraumi,“ sagði hann.

Thunberg hóf baráttu sína á síðasta árið þegar hún tók sér stöðu fyrir utan sænska þinghúsið í Stokkhólmi með handskrifað spjald þar sem stóð: Skólaverkfall fyrir loftslagið. Á hverjum degi, frá 20. ágúst til 9. september, þegar þingkosningar voru haldnar í Svíþjóð, stóð hún þar með skiltið sitt.

Sjá umfjöllun um mál þetta í heild í Morgunblaðinu í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert