Kúnst að reka smiðshögg á verkið

„Við getum tekið upp þráðinn með skömmum fyrirvara ef réttar …
„Við getum tekið upp þráðinn með skömmum fyrirvara ef réttar aðstæður myndast.“ mbl.is/Árni Sæberg

„Það getur verið mikil kúnst að reka smiðshöggið á verkið, en sú vinna sem við höfum unnið hérna undanfarnar vikur fer ekki frá okkur,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við mbl.is eftir að Starfsgreinasambandið sleit viðræðum á tólfta tímanum í morgun.

Halldór Benjamín segir niðurstöðuna vissulega vonbrigði en að sjálfsögðu muni aðilar hittast áfram og funda um gerð kjarasamnings. 

Myrkrið dimmast rétt fyrir dagrenningu

Hann tekur undir með formanni SGS um að árangur hafi náðst í ýmsum málum undanfarnar vikur. „Gangur hefur verið góður í mörgum þáttum en því miður náum við ekki saman í öllu.“

Viðbúið er að SGS hefji nú undirbúningsvinnu vegna verkfallsaðgerða. Halldór Benjamín segir ljóst að SA sé mikið í mun að afstýra öllum verkfallsaðgerðum. „Ekki bara Samtökum atvinnulífsins heldur samfélaginu í heild sinni. Verkföll eru gríðarlega kostnaðarsöm, valda miklu álagi á starfsfólk sem tekur þátt í þeim og ég tala nú ekki um viðskiptavini og eigendur þeirra fyrirtækja sem lenda í verkfallsaðgerðum.“

„Verkefnið er alveg skýrt, að koma í veg fyrir frekari verkföll, þar með talið hjá Starfsgreinasambandinu. Það er þannig að myrkrið er dimmast rétt fyrir dagrenningu og ég held að það sé staðan sem er uppi í dag.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert