Olíufélag haslar sér völl á raforkumarkaði

Eggert Þór og Magnús ganga frá undirritun viðskiptanna.
Eggert Þór og Magnús ganga frá undirritun viðskiptanna.

Festi, sem m.a. á N1 og Krónuna, hefur fest kaup á 15% hlut í Íslenskri orkumiðlun. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins telja forsvarsmenn fyrirtækisins að tækifæri felist í aðkomu að félaginu, sem starfar á sviði raforkusölu til fyrirtækja og einstaklinga.

Með kaupunum bætist Festi í hóp fyrirtækja sem eiga hlut í Íslenskri orkumiðlun, en í þeim hópi eru fyrirtækið Sjávarsýn, Ísfélag Vestmannaeyja, Kaupfélag Skagfirðinga og Betelgás.

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar, segir fyrirtækið aðila að loftslagsyfirlýsingu Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð, og að hún feli í sér skýr og mælanleg markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með markvissum aðgerðum. „Kaup okkar á hlut í Íslenskri orkumiðlun styrkja okkur enn frekar á þeirri vegferð,“ segir Eggert Þór í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert