Hælisleitendum fjölgar verulega

Frá mótmælum á Austurvelli nýlega. Hópur hælisleitenda krafðist betri þjónustu …
Frá mótmælum á Austurvelli nýlega. Hópur hælisleitenda krafðist betri þjónustu hér á landi og að hætt yrði að senda umsækjendur úr landi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útlendingastofnun hefur ritað sveitarfélögum víða um land bréf til að kanna áhuga þeirra á að gera þjónustusamning við stofnunina um húsaskjól og félagslega þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Hælisleitendum hér á landi hefur fjölgað ört að undanförnu og þarf þess vegna að útvega fleiri búsetuúrræði fyrir þá, að því er fram kemur í  umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Fyrstu þrjá mánuði síðasta árs voru hælisleitendur 138, en nú eru þeir þegar orðnir 203. Fram kom á Alþingi að kostnaður við málaflokkinn gæti aukist um 2 milljarða á þessu ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert