Fyrirhuguð verkföll á næstunni

mbl.is/Hari

Takist ekki að semja í yfirstandandi kjaradeilum og afstýra þar með frekari verkföllum, að minnsta kosti á meðan tekin er afstaða til þess sem samið hefur verið um, eru eftirfarandi verkföll fram undan miðað það sem hefur verið ákveðið.

Efling:

Verkföll á hótelum og hjá rútufyrirtækjum (frá miðnætti til miðnættis):

28. - 29. mars (2 dagar)
3. - 5. apríl (3 dagar)
9. - 11. apríl (3 dagar)
15. - 17. apríl (3 dagar)
23. - 25. apríl (3 dagar)
1. maí (þangað til verkfallinu er aflýst)

Verkfall strætóbílstjóra hjá Almenningsvögnum Kynnisferða á virkum dögum frá 1. apríl til og með 1. maí: Enginn akstur frá 7-9 og 16-18.

VR:

Félagsmenn VR sem starfa í hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu (sömu dagar og hjá Eflingu):

28. - 29. mars (2 dagar)
3. - 5. apríl (3 dagar)
9. - 11. apríl (3 dagar)
15. - 17. apríl (3 dagar)
23. - 25. apríl (3 dagar)
1. maí (þangað til verkfallinu er aflýst)

Verkalýðsfélag Akraness:

Fram fer allsherjaratkvæðagreiðsla innan VLFA 29. mars til 5. apríl um verkfallsboðun félagsmanna sem heyra undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu- og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi. Verði verkfallsboðunin samþykkt hefst allsherjarverkfall 12. apríl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert