„Fólk er niðurbrotið“

Flugfreyjur skoða næstu skref á félagsfundi.
Flugfreyjur skoða næstu skref á félagsfundi. mbl.is/Hari

Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands vegna gjaldþrots WOW air er nýhafinn þar sem farið verður yfir næstu skref. Tæplega 400 flugfreyjur misstu vinnuna í gær og fá ekki greidd laun um mánaðamótin.

„Hingað koma aðilar frá Vinnumálastofnun og lögfræðingurinn okkar fer yfir málið,“ segir Orri Þrastarson, flugþjónn hjá WOW air og varaformaður Flugfreyjufélags Íslands.

Fram kom í gær í tilkynningu á vefsíðu FFÍ að launakröfur eru forgangskröfur og þær eru tryggðar af Ábyrgðarsjóði launa.

Auk þess að fjalla um launamál og næstu skref segir Orri að félagsfólki verði veittur stuðningur eftir fréttir gærdagsins.

„Fólk er niðurbrotið og uggandi yfir framtíðinni. Það er bara þannig.“

Orri segir félagið opið fyrir því að hjálpa félagsfólki að finna nýja vinnu en það verði skoðað nánar á næstu dögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert