Uppfærum orðræðuna um íslenskt mál

Kristján Jóhann Jónsson í Hörpu í dag.
Kristján Jóhann Jónsson í Hörpu í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Flestir telja málfræði mikilvæga en íslenskukennarar leggja ekki endilega áherslu á að kenna hana. Meðalaldur kennslubóka í íslensku í grunn- og framhaldsskólum er 39 ár. Þetta kemur meðal annars fram í rannsókn á íslenskukennslu í grunn- og framhaldsskólum á árunum 2013-2016. 

Margt er vel gert í skólum landsins en margt sem mætti fara yfir og hugsanlega gera betur, segir Kristján Jóhann Jónsson dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og annar tveggja ritstjóra bókarinnar Íslenska í grunnskólum og framhaldsskólum. Hann greindi frá helstu niðurstöðum þessarar viðamiklu rannsóknar á ráðstefnunni Áfram íslenska - staða og framtíð íslenskukennslu í Hörpu í dag. Auk Kristjáns stóðu sex fræðimenn til viðbótar að rannsókninni. 

Fjölmenni kom saman í Hörpu.
Fjölmenni kom saman í Hörpu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gögn rannsóknarinnar eru viðamikil. Rannsóknin er byggða á viðtölum við 50 kennara og nemendur og um 200 kennslustundum sem rannsakendur fylgdust með. 

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra flutti ávarp.
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra flutti ávarp. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við þurfum að stilla betur saman hvað við gerum í kennslunni. Kennarar hafa mikið val en samt er val á bókmenntum í kennslu einhæft. Þetta er frekar spurning um hvað er valið og hvers vegna. Það er afskaplega margt sem þarf að ræða. Frelsi er mjög gott til margra hluta en það þarf að halda út í gæðamati,“ segir Kristján og bæti við: „Það má ekki skilja þetta þannig að kennarar séu ekki að vinna vel. Þetta er mikið af upplýsingum sem við þurfum að nýta.“ 

Þarf að uppfæra orðræðuna

„Það Þarf að uppfæra orðræðuna um íslenskt mál og menningu. Við þurfum að hugsa meira um nytjagildi íslenskunnar og hvers virði hún er fyrir okkur. Við þurfum að leggja til hliðar þessa gömlu orðræðu um það hver talar skakkt. Vandvirkni er alltaf góð en við megum ekki gleyma aðalatriðum vegna minni atriða. Þó þau eigi auðvitað að vera í lagi,“ segir Kristján.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Hann segir mikilvægt að skapa samtal um íslenska tungu milli allra skólastiga alveg frá leikskóla og upp í háskóla. Þessi ráðstefna er þáttur í því. Útgangspunktur ráðstefnunnar er niðurstöður þessarar rannsóknar á stöðu íslenskukennslu sem miðlað er í fyrrgreindri bók sem Kristján og Ásgrímur Angantýsson ritstýra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert