Þau stærstu skulda 80 milljarða

Fjölgun ferðamanna hefur skapað mikla eftirspurn.
Fjölgun ferðamanna hefur skapað mikla eftirspurn. mbl.is/Árni Sæberg

Tuttugu og þrjú áberandi fyrirtæki í ferðaþjónustu skulduðu samtals um 80 milljarða króna í árslok 2017. Þar af skulduðu fimm bílaleigur um 30 milljarða. Skuldirnar kunna að hafa aukist en ársreikningar félaganna fyrir 2018 hafa ekki verið birtir.

Umfang ferðaþjónustunnar hefur margfaldast á þessum áratug. Til að anna stóraukinni eftirspurn hafa fyrirtækin margfaldað framboðið. Sú fjárfesting kallaði á lántökur.

Vilborg Helga Júlíusdóttir, hagfræðingur hjá Samtökum ferðaþjónustunnar, segir ljóst að spá samtakanna um 5% vöxt ferðaþjónustu í ár sé úr myndinni með falli WOW air.

Hún bendir aðspurð á að útlit sé fyrir að árið 2018 hafi verið lakara rekstrarár en árið 2017. Uppsagnir í greininni séu óhjákvæmilegar.

Greiningin ekki lengur í gildi

„Upplýsingar um afkomuþróun á árinu 2018 liggja ekki fyrir en í október sl. kynnti endurskoðunarstofan KPMG greiningu sem hún gerði fyrir Ferðamálastofu. Þar kom fram að afkoma myndi sennilega batna í rekstri gististaða á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2018 en versna úti á landi. Það er hætta á að þessi greining sé ekki lengur í gildi eftir gjaldþrot WOW air,“ segir Vilborg Helga.

Við þessa samantekt er ekki horft til eignastöðu félaganna. Misjafnt er hvernig eignirnar eru bókfærðar. Þá eiga t.d. sumar hótelkeðjurnar hluta hótelanna sem eru í þeirra rekstri. Íslandshótel skuldaði þeirra mest eða um 22,6 milljarða en skv. ársreikningi 2017 voru eignir 37,8 ma.

Höldur, eða Bílaleiga Akureyrar, var skuldsettasta bílaleigan en hún var með 13 milljarða í eignir en skuldaði á móti 12,74 milljarða.

Kynnisferðir voru með 9,2 milljarða í eignir en skulduðu 8 milljarða, að því er fram kemur í umfjöllun um skuldir ferðaþjónustufyritækja í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert