Tafir í Karphúsinu

Ragnar Þór Ingólfsson brá sér úr húsi í skamma stund …
Ragnar Þór Ingólfsson brá sér úr húsi í skamma stund rétt í þessu. Hann segir að undirskrift kjarasamninganna gæti dregist um 2-3 klst. til viðbótar. mbl.is/Eggert

Kjarasamningar hafa ekki enn verið undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni, en til stóð að undirrita samningana kl. 15. Þegar fjölmiðlafólk mætti hingað laust fyrir þá tímasetningu var því tjáð að það myndi dragast um einungis nokkrar mínútur, en það hefur ekki gengið eftir.

Ekki hafa fengist skýringar á þeim töfum sem hafa orðið, en Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá ríkissáttasemjara, segir við blaðamenn hér að það styttist í að hægt verði að skrifa undir samningana. Unnið sé hörðum höndum að því að gera allt klárt.

Spurð hvort að það gæti dregist um einhverja klukkutíma, sagði hún svo ekki vera.

Ragnar Þór: Gæti dregist um 2-3 tíma

Annað segir hins vegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Hann segir í skilaboðum til blaðamanns að það líti út fyrir að undirskrift samninganna gæti dregist um 2-3 klst. Samkvæmt því sem blaðamaður hefur heyrt, á eftir að ljúka endanlega við gerð kjarasamninga verslunarmanna.

Áfram verður fylgst með hér á mbl.is.

Elísabet Ólafsdóttir skrifstofustjóri ríkissáttasemjara heldur óþreyjufullu fjölmiðlafólki í skefjum.
Elísabet Ólafsdóttir skrifstofustjóri ríkissáttasemjara heldur óþreyjufullu fjölmiðlafólki í skefjum. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert