Norðurlöndin fyrirmynd í vinnumarkaðsmálum

Atvinnumálaráðherrar Norðurlanda funduðu með forstjóra Alþjóðavinnumálastofnunarinnar.
Atvinnumálaráðherrar Norðurlanda funduðu með forstjóra Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Ljósmynd/Stjórnarráðið

„Það besta við vinnumarkaðslíkan Norðurlanda er að það virkar,“ er haft eftir Guy Ryder, forstjóra Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, í frétt á vef Stjórnarráðsins. Atvinnumálaráðherrar Norðurlanda funduðu með Ryder í Reykjavík í gær og ræddu þar m.a. um hvernig tryggja megi sjálfbæran vinnumarkað í framtíðinni í gegnum stefnumótun og samstarf milli aðila. 

Fundurinn var haldinn í tengslum við skýrslu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar „Work for a brigther future“, en stofnunin fagnar aldarafmæli sínu um þessar mundir.

Í skýrslunni eru kynntar tíu aðgerðir til að varðveita eða efla rétt fólks til efnahagslegs öryggis, félagslegs réttlætis og kynjajafnréttis á vinnumarkaði framtíðar, þar sem takast verður á við hraða tækniþróun, hækkandi meðallífaldur og ójöfnuð á alþjóðavísu.

Telur Alþjóðavinnumálastofnunin Norðurlöndin geta verið fyrirmynd annarra landa varðandi vinnumarkaðinn, þar sem vinnumarkaðslíkan þeirra sé lausnamiðað og lagi sig að breyttum aðstæðum á sama tíma og það stendur vörð um samstarfið á milli aðila vinnumarkaðarins. 

Umræðurnar snerust um hvernig mætti tryggja að fólk hafi rétta menntun fyrir störf framtíðar og jafnrétti kynjanna til starfsframa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert