Umferð beint upp Laugaveg í sumar

Frá Laugavegi.
Frá Laugavegi.

Skipulagsyfirvöld í Reykjavík vinna nú að því að innleiða varanlegar göngugötur í miðborginni. Verður verkinu skipt í þrjá áfanga og vonast er til að framkvæmdir hefjist í ár.

Í sumar verður göngugötusvæðið minnkað frá því sem verið hefur til að hægt sé að dreifa umferð betur. Fram til þessa hafa allir sem hafa keyrt niður Laugaveginn þurft að beygja niður Vatnsstíg.

Kort/mbl.is

Í ár nær göngusvæðið bara upp að Klapparstíg en í staðinn verður akstursstefnunni snúið við frá Klapparstíg að Frakkastíg. Viðmælendur Morgunblaðsins í dag muna ekki til þess að umferð hafi áður verið beint upp Laugaveginn en á stríðsárunum var umferð í báðar áttir um Bankastræti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert