Markaður WOW-liða opnaður í dag

WOW-liðar stilla fatnaði sínum upp.
WOW-liðar stilla fatnaði sínum upp. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég held að allir séu nú að klára að henda dóti í töskur fyrir markaðinn. Það er búið að fara góður tími í að skipuleggja þetta og nú er allt að smella,“ segir Kristín Lea Sigríðardóttir við Morgunblaðið.

Vísar hún í máli sínu til fatamarkaðar fyrrverandi starfsmanna flugfélagsins WOW air sem haldinn verður í dag, laugardaginn 13. apríl, milli klukkan 12 og 18 í Holtagörðum í Reykjavík. Þar munu um 80 fyrrverandi WOW-liðar bjóða gestum og gangandi að kaupa fatnað ýmiss konar, heimilis- og snyrtivörur og skart. Vert er að benda áhugasömum á að einungis verður hægt að greiða fyrir vörurnar með peningum.

„Þetta verður stórglæsilegur markaður. Helst verða föt til sölu, einhverjir fylgihlutir, skart, barna- og heimilisvörur. Svo grunar mig að einhverjar flugfreyjur muni selja gamalt kaupæði úr Ameríkuflugunum,“ segir Kristín Lea og hlær við. Spurð hvort hægt verði að kaupa búninga frá WOW air kveður hún nei við. „Kannski verður eitthvert WOW-dót en ekki búningurinn – hann er orðinn safngripur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert