Færri senda skilaboð undir stýri

Bannað er að tala í farsíma undir stýri, enda stórhættulegt.
Bannað er að tala í farsíma undir stýri, enda stórhættulegt.

Á meðan æ færri framhaldsskólanemar viðurkenna í könnunum að tala óhandfrjálst í símann undir stýri, fjölgar þeim sem segjast nota símann í að leita að upplýsingum í miðjum akstri.

Samkvæmt niðurstöðu rannsóknar Sjóvár, sem gerð var meðal allra framhaldsskólanema á landinu, sögðust 74% framhaldsskólanema árið 2016 tala í símann með því að halda á símanum. Árið 2018 hafði hlutfallið minnkað í 60%. 58% hópsins sögðust leita að upplýsingum á netinu undir stýri árið 2016 og það hlutfall hafði hækkað í 63% árið 2018. Þeim fækkar þá um 6 prósentustig sem segjast senda skilaboð eða sms undir stýri og þeim sem segjast skoða samfélagsmiðla yfirleitt um 3 prósentustig.

Þegar rannsóknirnar eru bornar saman, 2016 og 2018, er niðurstaðan sú að á heildina litið hefur símnotkun undir stýri dregist saman um 4%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert