Rykmökkur frá Sahara á leið til landsins

Spár sýna að rykmökkur ferðist yfir landið á miðvikudagskvöldið.
Spár sýna að rykmökkur ferðist yfir landið á miðvikudagskvöldið. mbl.is/Trausti Jónsson

„Nú hefur mikill rykmökkur tekið sig upp úr Sahara-eyðimörkinni og leggst yfir Miðjarðarhafið“, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í pistli á bloggsíðu sinni Hungurdiskum og heldur áfram:

„Meginhluti makkarins á að berast til austurs, en sé að marka spár á hluti hans að slitna frá og berast norður um Bretlandseyjar og e.t.v. mun lítilræði komast alla leið til Íslands“. Trausti spáir jafnframt í veður sumardagsins fyrsta. Hann segir að mögulega muni hitamet verða slegið í höfuðborginni.

„Rifja má upp að hæsti hámarkshiti í Reykjavík á fyrsta sumardag er 13,5 stig, sem mældist 1998. Eins og staðan er þegar þetta er skrifað er raunhæfur möguleiki á að það met verði slegið.“

Hæsti hiti sem mælst hefur á landinu á sumardaginn fyrsta er þó 19,8 stig og litlar líkur eru á að það met verði slegið í ár, að sögn Trausta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert