Gæti aukið álagið á náttúruna

mbl.is/​Hari

Kæmi til þess að lagður yrði sæstrengur fyrir rafmagn frá Íslandi til Evrópu gæti það orðið til þess að auka álag á íslenska náttúru og nýtingu náttúruauðlinda.

Þetta segir í umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands til utanríkismálanefndar Alþingis um þingsályktunartillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um samþykkt þriðja orkupakka Evrópusambandsins vegna aðildar landsins að EES-samningnum.

Þannig er bent á að eitt af hlutverkum Náttúrufræðistofnunar samkvæmt lögum sé að leiðbeina um hóflega nýtingu náttúrulegra auðlinda og aðstoða með rannsóknum við mat á verndargildi vistkerfa og náttúruminja sem og áhrifum mannvirkjagerðar og annarrar landnotkunar á náttúruna.

„Mikið hefur verið rætt um lagningu sæstrengs til Evrópu í þessu samhengi en ef af því yrði þá gæti það kallað á aukið álag á íslenska náttúru og nýtingu náttúruauðlinda sem þyrfti þá að skoða sérstaklega m.t.t. hóflegrar nýtingar,“ segir í umsögninni.

Stofnunin telur þó ekki ástæðu til þess að leggjast gegn samþykkt þriðja orkupakkans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert