Fá loks kæli í Vínbúðina

Kælir verður í stækkaðri Vínbúð á Eiðistorgi.
Kælir verður í stækkaðri Vínbúð á Eiðistorgi. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Vínbúðin á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi verður stækkuð umtalsvert á næstunni. Hefur Vínbúðin tryggt sér pláss við hlið núverandi verslunar og verður það tekið til notkunar síðar á árinu.

Talsverðar breytingar hafa verið á nýtingu verslunarpláss á Eiðistorgi. Nú síðast hvarf Íslandspóstur á braut og við það losnaði álitlegt pláss. Ferðaskrifstofan Mundo tryggði sér það og við það losnaði rými við hlið Vínbúðarinnar. Í því rými var um árabil rekinn söluturn.

Samkvæmt upplýsingum frá Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR, stækkar verslun Vínbúðarinnar umtalsvert við þetta. „Heildarplássið stækkar um ca. 100 fermetra og verður tæplega 400 fermetrar eftir stækkun,“ segir Sigrún en hluti af stækkuninni fer undir verslunarrými og hluti undir lagerrrými.

Vínbúðin á Eiðistorgi er að margra mati orðin nokkuð lúin í samanburði við þær sem endurnýjaðar hafa verið síðustu ár. Kröfuharðir viðskiptavinir hafa til að mynda kvartað undan því að ekki er kælir í versluninni eins og víðast annars staðar. Það stendur til  bóta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert