Olíuverðshækkanir hafa orðið vegna ófriðarástands

Bensíni dælt á bíl.
Bensíni dælt á bíl. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Verð á eldsneyti hefur hækkað að undanförnu og í gær var verð á bensínlítra komið í 241,50 krónur án vildarafsláttar á stöðvum N1 og Olís og verð á lítra af dísilolíu var 233,10 krónur.

Algengt verð á mannlausum stöðvum var 237,30 krónur fyrir bensínlítra og 228,90 krónur fyrir lítra af dísilolíu.

Um síðustu áramót var algengt verð á bensínlítranum um 220 krónur, þannig að á fjórum mánuðum hefur hann víða hækkað um 20 krónur.

Í Morgunblaðinu í dag segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1, skýringar á breytingu á heimsmarkaðsverði á olíu að undanförnu liggi fyrst og fremst í því að víða á olíuframleiðslusvæðum hafi ríkt ófriðarástand. Nefndi hann sérstaklega Venesúela, Líbíu og Íran.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert