Helmingur andvígur orkupakkanum

Stuðningur við þriðja orkupakkann virðist almennt ekki vera mikill hjá …
Stuðningur við þriðja orkupakkann virðist almennt ekki vera mikill hjá stuðningsfólki ríkisstjórnarflokkanna, miðað við niðurstöður nýrrar könnunar MMR. mbl.is/Golli

Helmingur landsmanna er andvígur innleiðingu þriðja orkupakka ESB á Íslandi að því er fram kemur í nýrri könnun MMR. 34% svarenda eru mjög andvígir innleiðingu þriðja orkupakkans og 16% frekar andvíg. Þá eru 19% bæði og fylgjandi eða andvíg orkupakkanum en 17% frekar fylgjandi og 13% mjög fylgjandi. 28,5% þátttakenda í könnuninni tóku ekki afstöðu til spurningarinnar.

Helmingur landsmanna er mjög eða frekar andvígur innleiðingu þriðja orkupakkans.
Helmingur landsmanna er mjög eða frekar andvígur innleiðingu þriðja orkupakkans. Grafík/MMR

Helmingur stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar á móti orkupakkanum

Niðurstöður könnunarinnar leiða einnig í ljós að Evrópusinnar eru hvað hlynntastir innleiðingu þriðja orkupakka ESB á Íslandi en nokkurn stuðning er að finna á meðal stuðningsfólks Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata. Innan við þriðjungur ríkisstjórnarflokkanna lýsir yfir stuðningi við innleiðingu orkupakkans en mestrar andstöðu gætir á meðal stuðningsfólks Miðflokksins og Flokks fólksins.

Stuðningur við þriðja orkupakkann virðist almennt ekki vera mikill hjá stuðningsfólki ríkisstjórnarflokkanna. Mestur var stuðningurinn hjá stuðningsfólki Sjálfstæðisflokks en þó voru færri þeirra sem kváðust fylgjandi (28%) innleiðingu orkupakkans heldur en andvíg (44%). Andstaða reyndist meiri á meðal stuðningsfólks Framsóknar (56%) og Vinstri grænna (55%) en rúmlega þriðjungur stuðningsfólks Framsóknarflokksins (35%) kvaðst mjög andvígur. Ef litið er til ríkisstjórnarflokkanna sem heildar má sjá að tæplega helmingur stuðningsmanna flokkanna þriggja (49%) kvaðst andvígur innleiðingu þriðja orkupakkans en 27% fylgjandi.

Af stjórnarandstöðuflokkunum reyndist stuðningsfólk Miðflokksins að öllu leiti andvígt þriðja orkupakkanum en 93% þeirra kváðust mjög andvíg. Meiri stuðning var hins vegar að finna á meðal stuðningsfólks Samfylkingarinnar (68% fylgjandi), Viðreisnar (62% fylgjandi) og Pírata (44% fylgjandi) en nær helmingur stuðningsfólks Viðreisnar (47%) kvaðst mjög fylgjandi innleiðingu þriðja orkupakka ESB.

Tæplega helmingur stuðningsmanna ríkisstjórnarflokkanna þriggja (49%) kvaðst andvígur innleiðingu þriðja …
Tæplega helmingur stuðningsmanna ríkisstjórnarflokkanna þriggja (49%) kvaðst andvígur innleiðingu þriðja orkupakkans en 27% fylgjandi. Grafík/MMR

Karlar jákvæðari en konur í garð orkupakkans

Karlar reyndust jákvæðari gagnvart innleiðingu þriðja orkupakkans en 36% þeirra kváðust frekar eða mjög fylgjandi, samanborið við 24% kvenna. Andstaða við innleiðingu orkupakkans jókst með auknum aldri en 38% svarenda 50 ára og eldri kváðust mjög andvíg slíkri innleiðingu, samanborið við 32% svarenda 30-49 ára og 29% þeirra í yngsta aldurshópi (18-29 ára). Þá voru svarendur í yngsta aldurshópi (26%) og þeir á aldrinum 30-49 ára (21%) líklegri til að segjast bæði jákvæðir og neikvæðir mjög slæma heldur en svarendur 50-67 ára (16%) og þeir 68 ára og eldri (13%).

Karlar reyndust jákvæðari gagnvart innleiðingu þriðja orkupakkans en 36% þeirra …
Karlar reyndust jákvæðari gagnvart innleiðingu þriðja orkupakkans en 36% þeirra kváðust frekar eða mjög fylgjandi, samanborið við 24% kvenna. Grafík/MMR

Hér má lesa nánar um könnunina og framkvæmd hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert