Ótækt að samþykkja óbreytt

Agnes M. Sigurðardóttir
Agnes M. Sigurðardóttir mbl.is/Kristinn Magnússon

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, telur ótækt að Alþingi samþykki frumvarpið um þungunarrof óbreytt. Þetta kemur fram í aðsendri grein biskups í blaðinu í dag.

Agnes segir tvennt sérstaklega umhugsunarvert. Annars vegar sú breyting á hugtakanotkun sem lögð er til, þar sem hugtakið þungunarrof er nú notað í stað fóstureyðingar. „Hið nýja hugtak vísar á engan hátt til þess lífs sem sannarlega bærist undir belti og er vísir að nýrri mannveru,“ skrifar hún í Morgunblaðinu í dag.

Þá gagnrýnir Agnes breytinguna á tímaramma þar sem lagt er til að þungunarrof verði heimilt fram að 22. viku meðgöngu. Nýjar tillögur veki grundvallarspurningar um mannhelgina og framgang lífs hér í heimi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert