Ísland með þrjár bækur á lista Times

Dimma eftir Ragnar Jónasson er á lista Sunday Times.
Dimma eftir Ragnar Jónasson er á lista Sunday Times. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Íslendingar eiga flestar bækur Norðurlandanna á lista Sunday Times yfir 100 bestu glæpa- og spennusögur sem gefnar hafa verið út frá lokum seinni heimsstyrjaldar 1945, en fulltrúar Íslands á listanum eru Arnaldur Indriðason, Ragnar Jónsson og Yrsa Sigurðardóttir.

Sunday Times tekur saman lista yfir 100 bestu glæpasögurnar frá …
Sunday Times tekur saman lista yfir 100 bestu glæpasögurnar frá 1945. Ljósmynd/Aðsend

Listinn nær allt frá Agöthu Christie og George Simenon til norrænna og japanskra glæpasagnahöfunda.

Bækurnar sem Íslendingar eiga á listanum eru Brakið eftir Yrsu, Dimma eftir Ragnar og Furðustrandir eftir Arnald, en alls eiga Norrænir höfundar átta bækur á listanum. Danir eiga þar tvær eftir þá Jussi Adler Olsen og Peter Höegh, Norðmenn eina eftir Jo Nesbö og Svíar tvær eftir Stieg Larsson og Henning Mankell.

Meðal annarra höfunda sem hljóta náð fyrir augum blaðsins eru Raymond Chandler, Ian Flemming, PD. James, John Grisham, Graham Greene, Umberto Eco og Gillian Flynn.

Arnaldur Indriðason og Yrsa Sigurðardóttir.
Arnaldur Indriðason og Yrsa Sigurðardóttir.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert