Ráðlögð makrílveiði tvöfaldast

Á makrílveiðum. Skipverjar gera klárt áður en trollið er látið …
Á makrílveiðum. Skipverjar gera klárt áður en trollið er látið fara.

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur endurskoðað ráðgjöf sína um makrílveiðar. Ráðlögð veiði í ár er rúmlega 770 þúsund tonn sem er meira en tvöfalt meiri afli en stofnunin taldi í haust að óhætt væri að veiða. Strandríkin funda um þessa nýju stöðu eftir helgi.

„Þetta er framhald af vinnu sem staðið hefur yfir frá því í október þegar ráðgjöfin var fyrst kynnt. Þá voru uppi efasemdir um að allt væri með felldu í þeim líkönum sem notuð voru við stofnstærðarmat. Farið var í það að skoða aðferðafræðina,“ segir Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri á uppsjávarsviði Hafrannsóknastofnunar.

Upp fyrir hættumörk

Niðurstaða upphaflegs mats gaf til kynna að stofninn væri kominn niður fyrir áhættumörk. Með endurskoðun á mati hrygningarstofnsins fer hann upp fyrir þessi mörk og þess vegna eykst ráðlögð hámarksveiði makríls úr 318 þúsund tonnum í rúmlega 770 þúsund tonn. Aukningin er 142%.

Ekki er samkomulag um skiptingu kvótans og hefur aflinn farið langt fram úr ráðgjöf á undanförnum árum. Noregur, Evrópusambandið og Færeyjar ákváðu 653 þúsund tonna heildarkvóta. Skiptu 551 þúsund tonnum á milli sín og skildu 102 þúsund tonn eftir fyrir Íslendinga, Grænlendinga og Rússa sem er langt undir afla þessara ríkja undanfarin ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert