Hugsi yfir stöðu uppljóstrara

Bára Halldórsdóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur með lögmönnum sínum Ragnari Aðalsteinssyni …
Bára Halldórsdóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur með lögmönnum sínum Ragnari Aðalsteinssyni og Auði Tinnu Aðalbjarnadóttur. Með úrskurði Persónuverndar vonar Bára að málinu sé lokið. mbl.is/Árni Sæberg

Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru Halldórsdóttur, segir umbjóðanda sinn nokkuð sáttan með úrskurð Persónuverndar og að hún sé reiðubúin að eyða upptökunum frá því á Klaustri 20. nóvember síðastliðinn. Þetta kom fram í viðtali við lögmann Báru í tíufréttum á RÚV.

Stjórn Per­sónu­vernd­ar komst að þeirri niður­stöðu í dag að Bára Hall­dórs­dótt­ir hefði brotið af sér þegar hún tók upp sam­tal þing­manna Miðflokks­ins á Klaustri í lok nóv­em­ber á síðasta ári. Henni var ekki gert að greiða sekt.

Auður Tinna segir að niðurstaða Persónuverndar hafa verið í líkingu við það sem þau hafi átt von á og segir hún úrskurðinn vandaðan.

Á sama tíma segir hún að Bára sé hugsi yfir stöðu uppljóstrara og að hún sé þeirrar skoðunar að Alþingi eigi að lögfesta frumvörp um aukna vernd uppljóstrara.

Þá segir Auður Tinna að málið hafi verið Báru þungbært og að hún hafi kosið að koma ekki fram í fjölmiðlum í dag vegna úrskurðarins. „Hún er orðin dálítið þreytt og dálítið veik út af þessu máli og við vonum að þetta séu lokin á því,“ segir Auður Tinna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert